Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013. Alls bárust 190
umsóknir til sjóðsins og fengu 46 verkefni styrk að upphæð 43. millj. kr.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í
skólastarfi.
Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
- Þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri
menntastefnu
- Virkt lýðræði, mannréttindi og samskipti í skólum
Hér má sjá nánari upplýsingar um
úthlutunina.