Þarfagreining vegna menningarhúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg

Nú á dögunum kynntu Valtýr Sigurbjarnarson og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingar RHA skýrslu um þarfagreiningu vegna menningarhúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg.  Skýrslan er aðgengileg hér á vefnum.
Kynningarfundurinn var haldinn í Riverside Hótel Selfoss mánudaginn 22. september og var afar líflegur. Miklar umræður spunnust um svokallaðan menningarsal sem staðið hefur ókláraður í hótelinu í um aldarfjórðung.  Þá var einnig rætt mikið um þarfir einstakra stofnana og listgreina, svo og deiliskipulag miðbæjar Selfoss en þar er áformuð mikil uppbygging á næstu árum.