Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Á morgun 26. janúar kl. 12.00  munu Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri kynna Evrópuverkefnið „Sports, media and Stereotypes“ (íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir) sem er að ljúka um þessar mundir.

Á morgun 26. janúar k. 12.00  munu Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri kynna Evrópuverkefnið „Sports, media and Stereotypes“ (íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir) sem er að ljúka um þessar mundir.

Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru notaðar til að hanna fræðsluefni fyrir íþróttafréttamenn, íþróttakennara og þjálfara, sem gefið er út á margmiðlunarformi. Markmið fræðsluefnisins er að hvetja til breytinga á birtingamyndum kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum með því að auka meðvitund um áhrif einsleitrar endurspeglunnar af íþróttakonum og körlum. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á jafnretti.is/sms.

Á Borgarspjallinu mun Ingunn H. Bjarnadóttir, Jafnréttisstofu segja frá tilurð verkefnisins og framkvæmd þess. Kjartan Ólafsson RHA mun segja frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og að lokum mun Birgir Guðmundsson og Guðmundur Gunnarsson frá félagsvísinda- og lagadeild kynna fræðsluefnið.

Spjallið fer fram í anddyri á 2. hæð í Borgum (rannsóknar- og nýsköpunarhús á Sólborg)og hefst kl. 12.

 

Stutt samantekt um heildarniðurstöður (á Ensku)

 

Stutt samantekt un niðurstöður fyrir Ísland (á Íslensku)