Öskudagurinn á RHA

Allskonar kynjaverjur heimsóttu RHA á öskudaginn, börnin glöddu starfsfólkið með söng og þáðu harðfisk að launum. Það er alltaf gaman að fá börnin í heimsókn á þessum degi og sjá hversu mikið þau leggja í búninga og söng. Greinilegt var að tíðarandinn í þjóðfélaginu hefur áhrif á börnin því sumir textanna voru skemmtilega beittir og fjölluðu um verðbréfahrun, útrásarvíkinga, Davíð, Jón Ásgeir, Björgólf og fleira í þeim dúr. Gamli Nói fór t.d. illa út úr verðbréfaviðskiptum og tapaði öllu sínu.