RHA vann rannsókn á svokölluðum fjölkjarna sveitarfélögum fyrir innviðaráðuneytið vorið 2025. Framkvæmd íbúalýðræðis var athuguð í fjórum sveitarfélögum sem höfðu farið mismunandi leiðir við að dreifa stjórnsýslu sinni. Þetta eru Fjarðabyggð, Ísafjarðarbær, Múlaþing og Norðurþing. Sveitarfélögin eiga það sammerkt að vera sameinuð úr nokkrum byggðarlögum, að vera stór landfræðilega og að hafa á einhvern hátt leitast við að dreifa stjórnsýslunni. Af sveitarfélögunum í þessum samanburði gengur íbúalýðræði lengst í Múlaþingi með heimastjórnakerfi sem er nýlunda á Íslandi. Helstu kostir við heimastjórnakerfið er talin vera sú formfesta sem þar hefur náðst að skapa; skilgreind ábyrgð/völd og tenging við sveitarstjórnina. Þrátt fyrir að um sé að ræða formlegt íbúalýðræði í Ísafjarðarbæ og Norðurþingi þá virðist sem þau kerfi sem þar hafa verið byggð upp séu ekki virka sem skyldi. Hverfaráðin virka svipað og sjálfsprottin grasrótarsamtök íbúa sem þekkjast víða um land og virka sem þrýstihópar gagnvart sveitarstjórnum. Fjarðabyggð fór aðra leið en hin þrjú sveitarfélögin dreifði í upphafi stjórnsýslu milli bæjanna en sameinaði þegar á leið alla stjórnsýsluna á Reyðarfirði. Kostnaður við að halda úti kerfi heimastjórna í Múlaþingi var oft nefndur sem helsti og jafnvel eini ókosturinn. Bent er á að mögulega væri unnt að byggja inn í regluverk Jöfnunarsjóðs að fjármagna kerfi á borð við þetta þegar sameinuð sveitarfélög eru orðin visst dreifð eða stór landfræðilega og með fjölda kjarna innan sinna marka. Frétt um málið á RÚV og Skýrslan