Borgvæðing á norðurslóðum

Dagana 28.-30. ágúst var haldin ráðstefna í Nuuk um borgvæðingu á norðurslóðum. Hjalti Jóhannesson, forstöðumaður RHA sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og hélt þar erindi um þéttbýlisvæðingu á Íslandi í tengslum við uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Athyglisverð var virk þátttaka grænlenskra stjórnmálamanna í ráðstefnunni og greinilegt að þetta málefni brennur mjög á grönnum okkar í vestri. Var þema ráðstefnunnar m.a. byggt á nýlega útkomnu riti á vegum Nordregio, Megatrends en Nordregio hafði veg og vanda að skipulagningu hennar.