Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Akureyri undir
yfirskriftinni „ Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“ Ráðstefnan er á vegum Akureyrarbæjar,
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.
Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna
á Akureyri undir yfirskriftinni „ Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“ Ráðstefnan er á vegum
Akureyrarbæjar, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.
Á ráðstefnunni verður leitað svara við því hvers
vegna vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað jafnt og þétt á Íslandi á undanförnum árum. Meðal annars verður fjallað um
nýjustu rannsóknir á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga, breytingar á neyslumynstri þeirra 1995–2006, árangur forvarnarstarfs og
nýjungar í meðferðarstarfi. Sjá nánar dagskrá.
Skráningu á ráðstefnuna lýkur miðvikudaginn 26.
apríl.