Eyfirðingum finnst það einna best við að búa í Eyjafirði hve stutt þar er á milli staða

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra fer þó með einkabíl til skóla eða vinnu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnuninni Eyfirðingurinn í hnotskurn en RHA býður til málstofu í dag í Háskólanum á Akureyri kl 16:15 þar sem niðurstöður könnunarinnar verða kynntar.

Hér má sjá umfjöllun RÚV þar sem rætt var við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, sérfræðing RHA.