Eyfirðingurinn í hnotskurn – Málstofa

RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri býður til málstofu 27. apríl kl. 16:15 í Háskólanum á Akureyri (Miðborg, M102). Á málstofunni verða kynntar niðurstöður könnunar sem nýlega fór fram meðal íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu, þar sem m.a voru könnuð viðhorf þeirra til endurvinnslu, ferðamáta, innanlandsflugs, sameiningar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og  stjórnmála. Áhersla verður lögð á líflegar og skemmtilegar umræður um málefni sem skipta Eyfirðinga máli. Á málstofunni fást m.a. svör við eftirfarandi spurningum:

  • Geta íbúar hugsað sér að næsti bíll þeirra verði rafbíll?
  • Hverjir eru duglegastir að sækja menningarviðburði í Hofi?
  • Eru íbúar Akureyrar hlynntir persónukosningum til bæjarstjórnar?
  • Hver er hugur íbúa smærri sveitarfélaga til sameiningar sveitarfélaga?
  • Hvert er viðhorf íbúa til flokkunar á lífrænum úrgangi til endurvinnslu?
  • Telja íbúar að þeir séu í starfi sem hæfir menntun þeirra?

Málstofan er öllum opin og er liður í 30 ára afmælisdagskrá HA.  Léttar veitingar verða í boði að lokinni málstofu.