Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Vegagerðina félags-hagfræðilega greiningu á jarðgangakostum á Austurlandi; Fjarðarheiðargöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs, göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, Mjóafjarðargöngum (vinnuheiti í skýrslu RHA) og báðum þessum jarðgangakostum saman sem einni framkvæmd.
RHA hefur þróað og unnið mat samkvæmt aðferðafræði sem hægt er að nýta í tengslum við ákvarðanatöku um samgöngubætur út frá samfélags- og efnahagslegum þáttum. Þetta byggist á að meta hvern eftirfarandi megin þátta og undirþætti þeirra:
Þessi nálgun við að bera saman ólíka kosti byggir á að nota fyrirliggjandi gögn, þannig er ekki um neina öflun frumgagna að ræða s.s. viðtöl eða kannanir.
Árið 2023 skilaði RHA skýrslu um samanburð allra jarðgangakosta sem Vegagerðin hafði þá til skoðunar. Fjarðarheiðargöng voru ekki skoðuð þá enda lá ákvörðun um þau þegar fyrir í samgönguáætlun og byggði sú ákvörðun m.a. á niðurstöðu starfshóps innviðaráðherra sem starfaði á árunum 2017-2019.
Höfundar skýrslunnar eru Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA.
Yfirlit um áhrif gangakostanna í fjórum flokkum
|
|
Fjarðarheiðargöng |
Mjóafjarðargöng |
Fjarðarheiðar- og Mjóafjarðargöng sem ein framkvæmd |
|
Arðsemi, innri vextir |
-0,91% |
0,27% |
-0,28% |
|
Spáð fækkun umferðaróhappa á fyrsta ári (eingöngu eignatjón ; slys) |
5,97 (4,32 ; 1,66) |
2,12 (1,80 ; 0,32) |
9,82 (7,45 ; 2,37) |
|
Tenging atvinnu og búsvæða* |
+ + + |
+ + + |
+ + + |
|
Byggðaþróun* |
+ + + |
+ + + |
+ + + |
*) +++ = hæsta einkunn; „mjög jákvæð áhrif“.
Arðsemi
Hagfræðileg arðsemi allra kostanna þriggja er lág eins og búast mátti við. Mjóafjarðargöng koma skást út og eru með 1,18 prósentustiga hærri arðsemi er Fjarðarheiðargöng. Báðir kostir sem ein framkvæmd eru með örlítið hærri arðsemi en þarna mitt á milli. Mjóafjarðargöng eru arðsemilslega betri hvað varðar: Kostnað, fjármagnskostnað á framkvæmdatíma og greiðsluvilja umferðar. Fjarðarheiðargöng eru arðsemislega betri hvað varðar kostnað vega umferðaróhappa, greiðsluvilja vegna færri lokunardaga og sparnað í rekstri og viðhaldi eldri mannvirkja. Kostnaður kostanna tveggja er áætlaður:
|
|
Fjarðarheiðargöng |
Mjóafjarðargöng |
Fjarðarheiðar- og Mjóafjarðargöng sem ein framkvæmd |
|
Kostnaður án VSK |
43.739 Mkr |
37.366 Mkr |
81.105 Mkr |
|
Arðsemi, innri vextir |
-0,91% |
0,27% |
-0,28% |
Umferðaröryggi
|
|
Fjarðarheiðargöng |
Mjóafjarðargöng |
Fjarðarheiðar- og Mjóafjarðargöng sem ein framkvæmd |
|
Spáð fækkun allra umferðaróhappa á fyrsta ári |
5,97 úr 8,78 í 2,80 |
2,12 úr 5,72 í 3,60 |
9,82 úr 15,45 í 5,63 |
|
Spáð fækkun óhappa á fyrsta ári með eingöngu eignatjóni |
4,32 úr 6,56 í 2,24 |
1,80 úr 4,59 í 2,78 |
7,45 úr 11,99 í 4,54 |
|
Spáð fækkun slysa á fyrsta ári með meiðslum eða dauða. |
1,66 úr 2,22 í 0,56 |
0,32 úr 1,14 í 0,82 |
2,37 úr 3,46 í 1,10 |
|
Sérstök ógn við öryggi vegfarenda sem ný jarðgöng koma í veg fyrir að hluta eða öllu leyti |
|
Snjóflóðahætta á Fagradal |
Snjóflóðahætta á Fagradal |
Tengingar svæða
Öll göngin bæta tengingar svæða, aflétta vetrareinangrun og stytta vegalengdir sem leiðir til aukinna samskipta. Hver gangakostur gerir þetta á tiltekinn hátt.
Fjarðarheiðargöng
Mjóafjarðargöng
Fjarðarheiðargöng ásamt Mjóafjarðargöngum
Byggðaþróun
Allir jarðgangakostirnir styðja við flest og stundum öll opinber markmið á sviði byggðaþróunar sem eru að finna í byggðaáætlun, samgönguáætlun sem meðal annars ætlað að bæta þann grunn sem nauðsynlegur er til að efla atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem með betra aðgengi að þjónustu og störfum. Jarðgangakostirnir styðja á mismunandi hátt við fyrirliggjandi stefnumörkun um ferðaþjónustu og rekstur sveitarfélaga.
Allir kostirnir stækka atvinnu- og þjónustusvæði. Í ljósi slæmrar þróunar atvinnumála á Seyðisfirði eru jarðgöng sem stækka vinnusóknarsvæði mikilvæg.
Fjarðarheiðargöng
Mjóafjarðargöng
Fjarðarheiðargöng og Mjóafjarðargöng
Í skýrslunni er bent á að í mati á samfélagslegum áhrifum framkvæmda er oft fjallað um áhrif þeirra á andann í samfélaginu. Þetta hefur þó aldrei verið hluti aðferðafræðinnar sem þessi rannsókn styðst við. Hún er stórsæ og gert ráð fyrir að beita henni framarlega í undirbúningsferli framkvæmda.
Í þessu tilviki er þó einn jarðgangakosturinn, Fjarðarheiðargöng, búinn að vera fremst í forgangi í opinberum áætlunum stjórnvalda í fimm ár og hafa íbúar á áhrifasvæði ganganna gert sér réttmætar væntingar um að framkvæmdir við göngin hæfust fyrst allra ganga eftir fimm ára langt framkvæmdahlé í jarðgangagerð á Íslandi.
Höfundar benda á að það má búast við neikvæðum áhrifum á andann í samfélaginu í Múlaþingi, einkum á Seyðisfirði verði hróflað við framkvæmdaröð á jarðgöngum í landshlutanum og að það valdi mögulega neikvæðum áhrifum á samstöðu innan landshlutans.
Sjá skýrsluna hér.