Hvernig mætum við menntunarþörfum atvinnulífsins á Eyþingssvæðinu? Málþing 18. september 2019

Miðvikudaginn 18. september næstkomandi, kl. 13:15-16:00 verður blásið til málþings í Háskólanum á Akureyri um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum í tilefni þess að nýverið kom út skýrsla sem RHA vann ásamt samstarfsaðilum. Helstu niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og fulltrúar frá skólasamfélaginu og atvinnulífinu verða með innlegg.

Dagskrá:

  • Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Eyþings, opnar málþingið
  • Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur RHA
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
  • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
  • Baldvin B Ringsted, sviðsstjóri verk- og fjarnáms VMA

Pallborðsumræður

  • Þóra Pétursdóttir, ráðgjafi hjá Capacent
  • Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Norðurorku
  • Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY
  • Óli Halldórsson, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Þingeyinga
  • Siggeir Stefánsson, Framleiðslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn

Fundarstjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA

Málþingið er öllum opið endurgjaldslaust.