Verkefnastjórar í verkefninu Inngilding í íslensku háskólasamfélagi héldu vinnuhelgi á Hvanneyri í Landbúnaðarháskóla Íslands um liðna helgi. Helgin var nýtt til markvissrar vinnu við mótun og samræmingu verkþátta, auk umræðu um næstu skref verkefnisins og bestu leiðir til að tryggja árangursríka framkvæmd.
Í vinnuhelginni tóku þátt Lara Hoffmann, Artem Bennediktsson og Hrafnhildur Kvaran, ásamt verkefnastýru verkefnisins, Joannu Marcinkowska. Vinnan gekk afar vel og náðist góður samhljómur um áherslur, verkaskiptingu og framhaldið.
Auk vinnunnar naut hópurinn þess að dvelja í fallegu umhverfi Hvanneyrar, þar sem bæði blöstu við fallegt útsýni og glæsileg norðurljós.
Á mánudag í kjölfar vinnuhelgarinnar hittu Joanna Marcinkowska og Hrafnhildur Kvaran starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands, þar á meðal fulltrúa Alþjóðaskrifstofu og annað starfsfólk skólans, ásamt Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur, rektor. Þar var áfram rætt um inngildingu, samstarf og næstu skref verkefnisins.
Hér má lesa nánar um verkefnið.

Verkefnastjórar að störfum.