Í byrjun júní stóðu Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofa fyrir
málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með málþinginu var að kynna
rannsóknir í jafnréttismálum. Einnig var fundurinn hugsaður sem vettvangur til þess að ræða og kynna það sem er í gangi í
þessum málaflokki.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA, og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, lögðu áherslu á mikilvægi þess að efla samstarf á þessum vettvangi. Kristín notaði einnig tækifæri
til þess að kynna þær rannsóknir sem eru framundan og þar á meðal nefndi hún rannsóknir um fæðingaorlofið, heimilisofbeldi
á Íslandi, kynbundinn launamun og vændi.
Önnur erindi:
Þóroddur Bjarnason prófessor og Ársæll Már Arnarsson lektor, félagsvísinda- og lagadeild HA.
Jafnt hjá báðum? Félagstengsl barna sem búa jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað í samanburði við aðrar
fjölskyldugerðir.
Rachael Lorna Johnstone, lektor, félagsvísinda- og lagadeild, HA
Konur og Skattar á Íslandi
Kristín Aðalsteinsdóttir, deildarforseti Kennaradeildar,
Af hverju eru konur svona duglegar?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, Kennaradeild
Goðsagnir og veruleiki um jafnrétti og skólastarf
Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur, RHA
Lífsstíll eða lífsviðurværi? Félags- og efnahagsleg staða karla og kvenna í dreifbýli
Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur, RHA
Getum við mælt jafnrétti
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, sérfræðingur, Skólaþróunarsvið.
Íslenskir Karlleikskólakennarar – þröskuldar í námi og starfi.
Fundarstjóri var Ágúst Þór Árnason.