Kynning á North Hunt verkefninu á Fræðaþingi landbúnaðarins

Hjördís Sigursteinsdóttir  og Eyrún Jenný Bjarnadóttir kynntu North Hunt verkefnið á Fræðaþingi landbúnaðarins á Hótel Sögu s.l.  föstudag.  Kynningin var á málstofu C – Nýsköpun í dreifbýli – smáframleiðsla matvæla.  Í kynningunni  fjölluðu þær  um skotveiðar á Íslandi og hvernig þær hafa þróast hérlendis á síðustu árum ásamt því að fjalla um  tengingu frekari þróunar starfsgreinarinnar við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.  Einnig kynntu  þær  North Hunt verkefnið, um hvað það snýst, hverjir taka þátt og hvað á að gera.

Hjördís Sigursteinsdóttir  og Eyrún Jenný Bjarnadóttir kynntu North Hunt verkefnið á Fræðaþingi landbúnaðarins á Hótel Sögu s.l.  föstudag.  Kynningin var á málstofu C – Nýsköpun í dreifbýli – smáframleiðsla matvæla.  Í kynningunni  fjölluðu þær  um skotveiðar á Íslandi og hvernig þær hafa þróast hérlendis á síðustu árum ásamt því að fjalla um  tengingu frekari þróunar starfsgreinarinnar við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.  Einnig kynntu  þær  North Hunt verkefnið, um hvað það snýst, hverjir taka þátt og hvað á að gera.

Greinin sem birtist í riti Fræðaþings landsbúnaðarins 2009 er hægt að nálgast hér ásamt glærusýningunni eins og hún var flutt á þinginu.