Kynningarfundir um ESPON byggðarannsóknir

RHA hefur tekið þátt í nokkrum rannsóknum á vegum ESPON rannsóknasamstarfsins á undanförnum árum. Nú er rannsóknatímabilinu ESPON 2013 nýlokið og einskonar uppskerutímabil í gangi til að kynna það sem unnið var. Í tengslum við það verða haldnir tveir kynningarfundir á Íslandi; sá fyrri á Hotel Nordica í Reykjavík 10. október og sá seinni í Háskólanum á Akureyri 17. október. Þátttaka í þessum verkefnum hefur verið afar mikilvæg og skapast mikilvæg tengsl við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir og kærkomið tækifæri til að stunda rannsóknir á þróun byggðar þegar fé til slíkra rannsókna á Íslandi hefur verið af skornum skammti.