Lokaráðstefna í verkefninu REKENE og útkoma lokaskýrslu

Nú er komin út lokaskýrsla í norræna rannsóknarverkefninu REKENE sem RHA hefur tekið þátt í ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) frá haustmánuðum 2007. Verkefnið fjallar um það hvernig þekking verður til, er miðlað og hagnýtt í efnahagslegu tilliti á nokkrum landsvæðum á Norðurlöndunum. Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin hjá Nordregio í Stokkhólmi 24.-25. ágúst næstkomandi.
Sérfræðingar Nordregio stjórnuðu rannsókninni en hún var einkum fjármögnuð af NICe - Nordic Innovation Centre í Noregi og stofnunum sem þátt tóku. Í íslenska hlutanum kostaði AFE rannsóknavinnu RHA. Aðferðafræði rannsóknarinnar er hin sama og í Evrópuverkefninu EURODITE. Þátttakendur í REKENE voru frá nokkrum svæðum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Í íslenska hlutanum beindist athyglin einkum að svokölluðum KIBS-störfum (knowledge intensive business services) í þágu orkugeirans.