Lokaskýrsla SMS-verkefnisins

Fyrir nokkru var lögð lokahönd á rannsóknaskýrslu verkefnisins Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir (e. Sports, Media and Stereotype - Women and Men in Sports Media, skammstafað SMS). Höfundar skýrslunnar eru Kjartan Ólafsson (ritstjóri), Auður Magndís Leiknisdóttir, Birgir Guðmundsson, Gerd von der Lippe, Guðmundur Ævar Oddsson, Margarita Jankauskaité, Martina Handler og Mirella Pasini.

Fyrir nokkru var lögð lokahönd á rannsóknaskýrslu verkefnisins Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir (e. Sports, Media and Stereotype - Women and Men in Sports Media, skammstafað SMS).  Höfundar skýrslunnar eru Kjartan Ólafsson (ritstjóri), Auður Magndís Leiknisdóttir, Birgir Guðmundsson, Gerd von der Lippe, Guðmundur Ævar Oddsson, Margarita Jankauskaité, Martina Handler og Mirella Pasini.

 

Verkefnið samanstóð af rannsókn á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum í fimm Evrópulöndum, þ.e. Íslandi, Austurríki, Ítalíu, Litháen og Noregi.

 

Rannsóknin sem slík er ein mesta og víðtækasta sem gerð hefur verið á umfjöllun um íþróttir kvenna í Evrópu.  Niðurstöðunum fylgir, auk rannsóknarskýrslunnar, ítarlegt fræðslu- og kynningarefni fyrir íþróttaþjálfara og íþróttafréttamenn á margmiðlunardiski og á netinu.

 

Jafnréttisstofa hafði yfirumsjón með verkefninu en Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) stýrði rannsóknarþættinum. Gerð fræðslu- og kynningarefnis fyrir þjálfara og íþróttafréttamenn var í höndum Félagsvísinda- og lagadeildar HA.

 

Rannsóknarskýrsluna má finna á heimasíðu SMS-verkefnisins ásamt fyrrnefndu fræðslu- og kynningarefni.