Megaproject planning in the Circumpolar North

RHA var ásamt rannsóknastofnuninni Ecologic í Berlín að ljúka verkefni um stórframkvæmdir (e. megaprojects) á norðurslóðum "Megaproject planning in the Circumpolar North - broadening the horizon, gaining insight, empowering local stakeholders". Gerður var samanburður á nokkrum þáttum tveggja slíkra framkvæmda. Annars vegar var um að ræða stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi sem RHA hefur rannsakað á undanförnum árum og hins vegar vinnslu á olíusöndunum í Alberta, Kanada. Verkefnið var styrkt af sjóð Norrænu ráðherranefndarinnar "Arctic Cooperation Fund". Heimasíða verkefnisins er vistuð hjá Arctic Portal á Akureyri og þar er einnig að finna lokaskýrslu verkefnisins, samantektarskýrslu á ensku um samfélagsáhrif stórframkvæmdanna á Austurlandi og fleira.