Ný heimasíða RHA

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) tók miðvikudaginn 31. september kl. 15:00 í notkun nýja heimasíðu sem hefur lénið www.rha.is. Vinna við nýja heimasíðuna hefur staðið yfir frá því síðastliðið vor en samfara henni var ráðist í að endurhanna merki stofnunarinnar og útlit á nafnspjöldum, umslögum, bréfsefni, forsíðum skýrslna og fleiru.

Vonir standa til þess að nýja heimasíðan geri starf RHA sýnilegra og munu starfsmenn stofnunarinnar leitast við að hafa síðuna eins líflega og mögulegt er. Á síðunni er meðal annars að finna upplýsingar um útgefnar skýrslur, yfirstandandi verkefni,  stofnunina, starfsmenn og svo framvegis.