Námskeið í gerð umsókna í 7. rannsóknaáætlun ESB

7. Rammaáætlun ESB
7. Rammaáætlun ESB

RHA hélt námskeið í gerð umsókna í 7. rannsóknaáætlun ESB fyrir starfsfólk Háskólans 15. mars síðastliðinn. Kennari var Dr. Sigurður Bogason hjá fyrirtækinu MarkMar sem hefur sérhæft sig í umsýslu með ESB-verkefnum. Háskólakennarar og sérfræðingar af flestum fræðasviðum sóttu námskeiðið sem var afar hagnýtt. Fengu þeir þar góða innsýn í umsóknarferlið og góð ráð um hvernig rétt er að bera sig að við umsóknir. RHA vill hvetja áhugasama til þess að heimsækja heimasíðu 7. rannsóknaáætlunarinnar hjá Rannís þar sem nánari upplýsingar eru í boði og leita fyrir sér um áhugaverð rannsóknaverkefni og mögulega samstarfsaðila til að mynda með rannsóknateymi.