Niðurstöður þjóðfunda

Miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00 – 16.15 verður opinn fundur í húsnæði Háskólans á Akureyri, stofu L201 Sólborg. Tilefnið er að fara yfir niðurstöður þeirra þjóðfunda sem haldnir hafa verið í öllum landshlutum.

 

 

Dagskrá

Kl. 13.00 – 13.10 Setning– Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra

Kl. 13.10 – 13.25 Niðurstöður Vestfjarðasvæðis: Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FV - Fjórðungssambands Vestfjarða og Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri ATVEST -Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Kl. 13.25 – 13.40 Niðurstöður Suðursvæðis: Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS - Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Kl. 13.40 – 13.55 Mannfjöldi, fjarlægðir og búsetuþróun: Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri

Kl. 13.55 – 14.10 Niðurstöður höfuðborgarsvæðis: Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH - Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Kl. 14.10 – 14.25 Niðurstöður Suðurnesja: Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS - Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Kl. 14.25 – 14.40 Kaffihlé

Kl. 14.40 – 14.55 Niðurstöður Norðaustursvæðis: Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri EYÞINGS – Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Kl. 14.55 – 15.10 Niðurstöður Norðvestursvæðis: Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV - Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Kl. 15.10 – 15.25 Þjóðfundir í landshlutum. Hvert er svo ferðinni heitið?: Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Kl. 15.30 – 15.40 Niðurstöður Austursvæðis: Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA - Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands

Kl. 15.40 - 15.55 Niðurstöður Vestursvæðis:Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi hjá SSV - Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og lektor við Háskólann á Akureyri

Kl. 15.55 – 16.00 Umræðan opnuð – kynning á umræðuvef Sóknaráætlunar á http://www.island.is/

Kl. 16.00 – 16.15 Samantekt og næstu skref: Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps Sóknaráætlunar 20/20

Fundurinn verður sendur út á netinu á vefslóðinni: mms://media.unak.is/malstofa