Hvernig eflum við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um
norðurslóðir?
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags í húsnæði Hafrannsóknastofnunar,
Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 09:00 – 17:30.
Á Norðurslóðadegi 2013 verður rætt um (1) hvernig íslenskt vísindasamfélag er í stakk búið til að mæta þeim
áskorunum sem hraðfara breytingar á norðurslóðum hafa í för með sér og (2) hvernig vísindasamfélagið er undirbúið
til að taka þátt í vaxandi alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Fjallað verður á þverfaglegan hátt um framlag og
verkefni íslenskra aðila sem koma að alþjóðlegri samvinnu í vöktun, rannsóknum og menntun á norðurslóðum. Kynnt verða
viðfangsefni sem tengjast háskólamenntun, mannauði og stoðkerfi rannsókna, þ.m.t. umgjörð stofnana til samvinnu. Jafnframt verður fjallað um
valin dæmi um samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana.
Samhliða fyrirlestrum og pallborðsumræðu kynna stofnanir og félög er tengjast viðfangs- og málefnum norðurslóða starfsemi sína og
rannsóknir með veggspjöldum og öðru kynningarefni í anddyri Sjávarútvegshússins. Dagskráin hefst kl. 09:00 með ávarpi
ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytis og lýkur með sérstöku öndvegiserindi um norðurslóðarannsóknir.
Skipuleggjendur Norðurslóðadagsins eru Samvinnunefnd umhverfisráðuneytisins um málefni norðurslóða; framkvæmd er í höndum
Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Rannís, Hafrannsóknastofnunar og Norðurslóðanets Íslands.
Nánari upplýsingar um Norðurslóðadaginn og dagskrána má sjá hér: http://www.nordurslodanetid.is/is/vidhburdhir