North Hunt fær 1,1 milljón evra í styrk

Skotveiðiverkefnið North Hunt hefur fengið styrk uppá 1.1 milljón evra úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu, þar sem rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Íslands, Skotlands og Kanada.Skotveiðiverkefnið North Hunt hefur fengið styrk uppá 1.1 milljón evra úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu, þar sem rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Íslands, Skotlands og Kanada.

Skotveiðitengd ferðaþjónusta í Norður Evrópu getur skapað atvinnu í dreifbýli. Félagslega, vistfræðilega og hagfræðilega sjálfbær starfsemi er mikilvægur hluti af lífsviðurværi á norðurslóðum. North Hunt hefur þessa þrjá þætti að leiðarljósi í samstarfi sérfræðinga og frumkvöðla í fimm löndum. Markmiðið er að búa til leiðbeiningar fyrir þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu.
 
„Alþjóðlegt samstarf tryggir breiða sérfræðiþekkingu á skotveiðitengdri ferðaþjónustu og mun verða grundvöllur alþjóðlegra tengslaneta í greininni þannig að fólk geti bæði lært af reynslu annarra sem stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu og miðlað af sinni reynslu. Verkefnið er nú þegar komið vel á veg með fyrstu athugunum á félagslegu, hagrænu og vistfræðilegu umhverfi. Fyrstu niðurstaðna er að vænta innan skamms", segir Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA - rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og verkefnisstjóri North Hunt á Íslandi.

Skotveiðitengd ferðaþjónusta er mannaflafrek og munu dreifbýl svæði geta hagnast á slíkri náttúruferðamennsku. Hefð er fyrir veiðum í öllum þátttökulöndum og í mörgum er mikil þátttaka í veiðifélögum. Þannig er ein af forsendunum fyrir velgengni skotveiðitengdrar ferðaþjónustu aðlögun að veiðihefðum í hverju landi fyrir sig. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að frumkvöðlar í skotveiðitengdri ferðaþjónustu eru fengnir til samstarfs við verkefnið" útskýrir Hjördís og bætir við: „Það er einnig þörf á nákvæmum hagtölum varðandi skotveiðar til að meta möguleikana fyrir skotveiðitengda ferðaþjónustu sem lífsviðurværi á norðurslóðum, en einn af verkþáttum North Hunt verkefnisins er að safna slíkum gögnum sem og að bera saman veiðistjórnun í löndunum fimm".

Verkefnisteymið er bjartsýnt á að verkefnið muni á árangursríkan hátt útfæra sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu sem viðskiptatækifæri á dreifbýlum svæðum.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni www.north-hunt.org