Nýtt starfsfólk hjá RHA

Bára Elísabet Dagsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá RHA. Bára hefur lokið meistaraprófi í megindlegri sálfræði. Hún hefur aflað sé haldgóðrar þekkingar og reynslu á sviði tölfræði, gagnavinnslu og framsetningu niðurstaðna, sérstaklega með tölfræðiforritinu R. Hún hefur starfað hjá Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og unnið verkefni fyrir Menntamálastofnun.

Sæunn Gísladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá RHA. Sæunn hefur lokið meistaraprófi í þróunarfræði frá Háskólanum í Sussex og prófi í hagfræði frá St Andrews í Skotlandi. Hún hefur haldgóða reynslu af viðburðastjórnun, ráðgjöf og skýrsluskrifum í tengslum við útboð og verkefni í þróunarsamvinnu. Hún starfaði um hríð sem blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu og 365 miðlum. Þá hefur Sæunn látið til sín taka í jafnréttismálum sem ráðgjafi hjá IRPA ráðgjöf auk þess að þýða bókina Ósýnilegar konur eftir Caroline Criado Perez. Auk sérfræðistarfsins hjá RHA mun Sæunn verða starfsmaður jafnréttisráðs í 25% starfshlutfalli. 

Bára og Sæunn hafa þegar hafið störf og við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hóp starfsfólks RHA og óskum þeim velfarnaðar í starfi.