Rannsókn um ofurfjölskylduna og ráðstefna um jarðskjálfta styrkt af KEA

Við afhendingu rannsóknastyrkja 1. desember
Við afhendingu rannsóknastyrkja 1. desember

Þann 1. desember síðastliðinn fengu eftirfarandi tvö verkefni sem RHA á aðild að styrk úr Rannsóknasjóði KEA:

Rannsóknin "Íslenska ofurfjölskyldan" sem Marta Einarsdóttir, sérfræðingur hjá RHA og Andrea Hjálmsdóttir, lektor við félagsvísindadeild hafa unnið að um nokkurt skeið. Styrkur til að afla viðtalsgagna úr rýnihópum.

Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi sem haldin verður á Húsavík um mánaðamót maí-júni 2016. Styrkt var m.a. virk þátttaka sérfræðings RHA og akademískra starfsmanna HA á ráðstefnunni og til að undirbúa og þróa aðferðafræði um samfélagsleg áhrif af jarðskjálftum og jarðskjálftahættu.