Laugardaginn 10. febrúar var opið hús í Háskólanum á Akureyri og hjá þeim stofnunum sem tengjast skólanum og bar
hátíðin yfirskriftina "Veisla og vísindi í HA". Er þetta fyrsti viðburðurinn af mörgum í tilefni 20 ára afmælis
Háskólans á Akureyri. Sólborg og rannsókna- og nýsköpunarhúsið Borgir voru opin almenningi og tók RHA þátt í
því.
Laugardaginn 10. febrúar var opið hús í Háskólanum á Akureyri og hjá þeim stofnunum sem tengjast skólanum og bar
hátíðin yfirskriftina "Veisla og vísindi í HA". Er þetta fyrsti viðburðurinn af mörgum í tilefni 20 ára afmælis
Háskólans á Akureyri. Sólborg og rannsókna- og nýsköpunarhúsið Borgir voru opin almenningi og tók RHA þátt í
því.
Hjá RHA er unnið að margvíslegum verkefnum og voru sum þeirra til sýnis, auk verkefna frá stofnunum sem tengjast RHA. Ferðamálasetur var
með kynningu á sínum verkefnum, auk þess sem ferðamála-, matvæla-, og mennta- og rannsóknaklasi kynntu sín verkefni. Matvælaklasi var
með veitingar í boði "Matur úr héraði - Local Food". Og var einnig hægt að setjast í rannsóknastól og kynna sér hvernig
gagnaúrvinnsluforritið SPSS virkar.
Er það mál manna að vel hafi tekist til og voru gestir og starfsfólk RHA ánægt með hátíðina.