Öskudagur á RHA

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur á Akureyri í gær og tókum við á RHA á móti krökkum sem komu til að syngja fyrir okkur og þáðu þau sælgæti í staðinn. Það er alltaf gaman af að fá tilbreytingu og taka á móti krökkunum á öskudaginn og líka gaman að sjá að fullorðna fólkið klæðir sig líka upp á og tekur þátt. Eins og myndin hér til hliðar ber með sér heimsóttu okkur ýmsar kynjaverur stórar sem smáar.