Ráðstefna um loftslagsbreytingar á norðurslóðum

Dagana 22. og 23. ágúst næstkomandi verður haldin í Háskólanum á Akureyri ráðstefna á vegum Rannsóknaþings Norðursins (NRF) og ESPON verkefnisins ENECON en þetta eru hvort tveggja erlend samstarfsverkefni sem RHA sinnir að verulegu leyti.

Undirþemu ráðstefnunnar varða samfélags- og efnahagsleg áhrif þessara breytinga og aðferðir til að meta þessi áhrif. Þá verður fjallað um skipulagsmál og hvernig samfélög geta best aðlagað sig þessum breytingum. Þannig ætti ráðstefnan m.a. að höfða vel til sveitarstjórnarmanna og fagfólks sem hefur umhverfis- og skipulagsmál á sínu sviði.

Frestur til að skila inn ágripum af erindum er til 28. febrúar (15. mars fyrir unga vísindamenn). Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna 5. apríl. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum NRF og ENECON.