Rannsóknir á samfélagsáhrifum á Austurlandi

Um þessar mundir er í gangi könnun meðal íbúa á áhrifasvæði álvers- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi.  Könnun þessi er einnig send til íbúa í Eyjafirði og er úrtakið alls 4.200 manns.  Á næstu vikum verður send út könnun til fyrirtækja á áhrifasvæði framkvæmdanna.  Báðar þessar kannanir eru liður í gagnaöflun fyrir rannsókn á samfélagsáhrifum framkvæmdanna en henni mun ljúka á næsta ári.

Nýjustu rannsóknaskýrslunni var skilað til Iðnaðarráðherra og Iðnaðarnefndar Alþingis 11. júní síðastliðinn og lýsir hún stöðu samfélagsins í árslok 2007.
Þegar hafa komið komið út fimm skýrslur á vegum rannsóknarverkefnisins.  Eru þær allar vistaðar á vef RHA og má smella á hlekkina hér að neðan til að hlaða þeim niður og fræðast um verkefnið.