Rannsóknir og nýsköpun - Kynningarfundur

Kynningarfundinum Rannsóknir og nýsköpun - sóknarfæri til framfara er nú nýlega lokið í anddyri Borga v/Norðurslóð. Erindi fluttu aðilar frá RANNÍS, Impru og AFE (Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar) og fundarstjóri var Hans Kristján Guðmundsson, deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri.

Kynningarfundinum Rannsóknir og nýsköpun - sóknarfæri til framfara er nú nýlega lokið í anddyri Borga v/Norðurslóð. Erindi fluttu aðilar frá RANNÍS, Impru og AFE (Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar) og fundarstjóri var Hans Kristján Guðmundsson, deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri.

 

Eins og yfirskrift fundarins ber merki um, var tilgangurinn sá að vekja athygli á þeim tækifærum og möguleikum sem í boði eru fyrir einstaklinga, fyrirtæki og ýmsar stofnanir (t.d. háskólar og rannsóknastofnanir) á sviði nýsköpunar.

 

Fulltrúar RANNÍS, Impru og AFE kynntu m.a. styrki sem í boði eru á sviði nýsköpunar (t.d. frumkvöðlar og sprotafyrirtæki), styrki til tækjakaupa og styrki til námsmanna á háskólastigi. Að auki var kynnt sú þjónusta sem fyrrgreindir aðilar veita m.a. í formi aðstoðar og ráðgjafar til einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna.

 

Hér að neðan má nálgast þau erindi sem flutt voru á fundinum:

 

AFE-Vaxey: Magnús Ásgeirsson

Impra-Sjóðir: Sigurður Steingrímsson

RANNÍS-ESB sjóðir: Þorsteinn Björnsson

RANNÍS-Tækjasjóður/Rannsóknarnámssjóður/Nýsköpunarsjóður námsmanna: Magnús L. Magnússon