Sigríður Bjarnadóttir og Lara W. Hoffmann frá RHA sóttu Byggðaráðstefnu í Mývatnssveit þann 4. nóvember 2025 sem í ár bar yfirskriftina „Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga: jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri?“.
Byggðaráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og er tilgangur þeirra að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Að þessu sinni var leitast við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á félagslegan fjölbreytileika samfélaga.
Lara, sérfræðingur hjá RHA, kynnti rannsóknarverkefni um hlutverk menningarstofnana í inngildingu innflytjenda.
Erindið hennar Löru má finna hér: https://youtu.be/rKfIgM4zBS4?t=4229