Styrkveiting - kortlagning örorku á Norðurlandi eystra

RHA fékk nýverið úthlutað styrk úr Byggðarannsóknasjóði til að kortleggja umfang og þróun örorku á Norðurlandi eystra. Skoðað verður samhengi örorku og þróun vinnumarkaðar og lýðfræðilegra þátta. Þess er vænst að unnt verði að nýta niðurstöður rannsóknarinnar í þágu þeirra sem vinna að atvinnuþróun, vinnumarkaðsúrræðum, menntamálum, endurhæfingu fólks á vinnumarkaði og byggðaþróun og að verkefnið stuðli að aukinni þekkingu á viðfangsefninu á landsvísu.

Norðurland eystra er að mati RHA áhugaverður landshluti í þessu samhengi þar sem miklar atvinnuháttabreytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og áratugum sem hafa haft gífurleg áhrif á tiltekna samfélagshópa og afkomu þeirra.