RHA hlýtur 6 milljón króna styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra

RHA hlaut styrk fyrir verkefnið Menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum á Norðurlandi og er RHA framkvæmdaaðili en Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, SÍMEY og Þekkingarnet Þingeyinga eru samstarfsaðilar.

Aðal markmið verkefnisins er að kanna menntunarþörf vinnumarkaðarins á Norðurlandi eftir starfssviðum og greinum, bæði hvað grunn- og framhaldsmenntun varðar. Rannsóknin fer bæði fram í formi viðtala við aðila á vinnumarkaði og forsvarsmenn menntastofnana á svæðinu en einnig verður könnun lögð fyrir stjórnendur fyrirtækja. Áætlað er að verkefnið verði unnið í apríl til nóvember 2018.

Auk þessa verkefnis samþykkti stjórn Eyþings sex önnur áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2018. Alls var úthlutað 58,5 milljónum króna.

Hér má sjá lista yfir áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2018 https://www.eything.is/is/frettir/ahersluverkefni-2018