RHA tók þátt í Vísindavöku RANNÍS

Á Vísindavöku RANNÍS 24. september kynntu Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson ýmsar rannsóknir RHA í þágu samfélagsins. Að þessu sinni var lögð áhersla á rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, samfélags- og efnahagsleg áhrif samgöngubóta og nýlega, norræna rannsókn, sem RHA tók þátt í og varðar mikilvægi þekkingarstarfa fyrir atvinnu- og byggðaþróun. Er þetta í 4. sinn sem RHA tók þátt í Vísindavökunni.

Hér eru nokkrar myndir sem Dagbjört Brynja Harðardóttir, kynningarstjóri Háskólans á Akureyri tók við þetta tækifæri:


Jón Þorvaldur Heiðarsson og Hjalti Jóhannesson kynntu rannsóknir RHA í þágu samfélagsins.


Fólk á öllum aldri var mætt til að kynna sér fjölbreyttar rannsóknir.


Starfsmenn og nemendur sem stóðu að kynningum á HA og RHA.