RHA – býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa

 

Undanfarnar vikur hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá RHA. Hjá stofnuninni eru nú starfandi  17 manns í 13 stöðugildum og að auki hýsir RHA eina stöðu á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þeirri stöðu gegnir Tómas Þór Tómasson og felst það í vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

 

Undanfarnar vikur hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá RHA. Hjá stofnuninni eru nú starfandi  17 manns í 13 stöðugildum og að auki hýsir RHA eina stöðu á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þeirri stöðu gegnir Tómas Þór Tómasson og felst það í vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í júní  og júlí  tóku til starfa hjá RHA Sigmar Arnarsson,  Bjarni Eiríksson og Sigrún Björk Sigurðardóttir.  Þau eru öll í hlutastörfum. Sigmar starfar  við Norðurslóðamál fyrir Rannsóknaþing Norðursins, Northern Research Forum (NRF) við hlið forstöðumanns RHA, Guðrúnar Rósu Þórsteinsdóttur,  sem veitir skrifstofu NRF forstöðu. Bjarni sér um utanumhald með nemum  Sjávarútvegsskóla háskóla SÞ en samstarf er við HA með kennslu, sérnámskeið og lokaverkefni. Sigrún Björk starfar  sem aðstoðarmaður sérfræðinga og sinnir ýmsum tilfallandi störfum. Á haustmánuðum bættust svo í hópinn Sigrún Sif Jóelsdóttir og Hjalti S. Hjaltason. Sigrún mun starfa sem sérfræðingur m.a. við verkefnið um mat á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi  og Hjalti sinnir fyrst um sinn sérfræðivinnu við þjónusturannsónir en mun leysa Ólínu Freysteinsdóttur af sem verkefnisstjóri Stjórnsýslu rannsókna seinna í haust.