RHA gerir þjónustusamning við IMG Gallup

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur gert þjónustusamning við IMG Gallup um framkvæmd rannsókna.  Samningurinn felur í sér að IMG Gallup sér um gagnaöflun í magnmælingum þeirra verkefna RHA sem þess krefjast.

 

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur gert þjónustusamning við IMG Gallup um framkvæmd rannsókna.  Samningurinn felur í sér að IMG Gallup sér um gagnaöflun í magnmælingum þeirra verkefna RHA sem þess krefjast.

IMG Gallup hefur mikla reynslu í gerð kannanna og hefur verið leiðandi á Íslandi um árabil á því sviði.  Þess má geta að fyrirtækið fékk opinbera ISO vottun í júní 2004 en gæðastaðallinn tekur til allrar starfsemi þess. 

Það er ekki síst vegna leiðandi stöðu og gæðavottunar IMG Gallup sem að forsvarsmenn RHA ákváðu að gera umræddan þjónustusamning en miklar kröfur eru gerðar til gagnaöflunar hjá stofnuninni.

Þjónustusamningur RHA og IMG Gallup er til tveggja ára.