RHA tekur að sér umsjón Sprotasjóðs fyrir menntamálaráðuneyti

RHA hefur skrifað undir samning við menntamálaráðuneytið um umsjón og umsýslu Sprotasjóðs til næstu þriggja ára. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í starfi leik- grunn- og framhaldsskóla í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá þessara skólastiga.

Umsjón sjóðsins er fjölþætt, s.s.   umsjón með stjórnarfundum, umsýslu umsókna í sjóðinn á umsóknarvef stjórnarráðsins og vinnu umsókna í hendur stjórnar eftir þeim reglum og viðmiðum sem hún setur fram. Auk þess felst í samningnum að vinna tillögur stjórnar til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum í samræmi við reglur Sprotasjóðs og annast formleg samskipti við umsækjendur, ásamt því að hafa umsjón með  styrkveitingum frá Sprotasjóði og  með rafrænum gögnum og upplýsingum ásamt birtingu áfanga- og lokaskýrslna verkefna sem styrk hljóta. Þá mun RHA sjá um  skil á skýrslu til menntamálaráðuneytis um rekstur sjóðsins.