Samanburður á byggðastefnu Norðurlandanna

Á vegum stofnunarinnar Nordregio er komin út skýrslan Continuity or Transformation? Perspectives on Rural Development in the Nordic Countries sem fjallar um samanburð á byggðastefnu Norðurlandanna. Hér er um að ræða afrakstur af vinnu sem fram fór í tengslum við málþing um þetta efni hjá Nordregio í Stokkhólmi 10. og 11. október 2006. Sérstök áhersla er á þann þátt byggðastefnu sem varðar eiginlegt dreifbýli. Meðal höfunda skýrslunnar er Hjalti jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA sem skrifaði kafla um Ísland. Skýrslan er aðgengileg hér.