Samfélagslegt hlutverk háskóla - grein um kostun í íslenskum háskólum

Út er komin grein í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem byggir á rannsókninni "samfélagslegt hlutverk háskóla" sem RHA og Miðstöð skólaþróunar við HA hafa unnið að með akademískum starfsmönnum HA og HÍ síðan 2011. Greinin, sem fjallar um kostun í íslenskum háskólum, er önnur ritrýnda greinin sem byggir á efni rannsóknarinnar. Aðalhöfundur er Sigurður Kristinsson, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið HA. Í rannsókninni kom fram áhugaverður munur milli fræðasviða og rekstrarforma háskóla hvað varðar viðhorf akademískra starfsmanna og rannsakenda til fjármögnunar rannsóknastarfs.