RHA heimsækir Vaðlaheiðagöng í byggingu árið 2017.
Innviðir virðast vera orð dagsins. RHA tekur þátt í gerð samgöngu- og innviðastefnu sem er meðal áhersluverkefna Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að til verði heilstæð samgöngu- og innviðastefna fyrir Norðurland eystra, þar sem gerð verði grein fyrir helstu áætlunum og svo forgangsröðun verkefna. Búið er að skipa í starfshóp sveitarfélaganna sem RHA mun vinna með og verða fyrstu skref verkefnisins kynnt á ársþingi SSNE á Húsavík þann 8. apríl 2022.