Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní síðastliðinn kynntu
sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum mánuðum. Skýrslan fjallar um
stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins.
Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní
síðastliðinn kynntu sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum
mánuðum. Skýrslan fjallar um stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um
breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins. Á undanförnum árum hefur athygli einkum beinst að sameiningu sveitarfélaganna en líklegt er að
sveitarfélagaskipanin í firðinum mun verða með svipuðu sniði á næstu árum. Ný samstarfsverkefni sveitarfélaga hafa komið
til á undanförnum árum og þau sem fyrir hafa verið tekið fremur litlum breytingum. Samstarfið er því orðið umfangsmikið og all
flókið. Meðal tillagna í skýrslu RHA er að stofnaður verði nýr samstarfsvettvangur, sem fékk vinnuheitið Samey í
skýrslunni. Núverandi starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verði vistuð hjá þessum samstarfsvettvangi, ásamt
öðrum sameiginlegum verkefnum sveitarfélaga við Eyjafjörð sem ekki yrðu rekin sem sjálfstæð fyrirtæki eða á grundvelli
þjónustusamninga milli sveitarfélaga. Þá er lagt til að stærri samstarfsverkefni verði gerð sjálfstæðari en nú er, en
minni samstarfsverkefni verði að verulegu leyti leyst með þjónustusamningum milli sveitarfélaga. Skýrsluna má nálgast hér.