Sérfræðingur RHA ræðir um viðhorf til loftlagsbreytinga

Fréttastofa RÚV hefur staðið fyrir umfjöllun um viðhorf til loftlagsbreytinga í kvöldfréttum. Eva Halapi, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri stjórnaði árið 2012 rannsókn á viðhorfum ungra Íslendinga til loftlagsbreytinga.  Þar kemur kom í ljós að íslensk ungmenni virðast hafa litlar áhyggjur af loftlagsbreytingum. Hér má sjá umfjöllun RÚV og viðtal við Evu.

Í annarri samantek RÚV er einnig fjallað um viðhorf til loftlagsmála út frá stjórnmálaskoðun en þar kemur í ljós að kjósendur flokka sem eru flokkaðir frá miðju og til hægri hafa minni áhyggjur af áhrifum loftlagsbreytinga og einnig minni trú á að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum. Eva Halapi, sérfræðingur RHA segir þetta í takt við niðurstöður erlendra rannsókna. Hér má sjá umfjöllun RÚV og viðtal við Evu.