Skíðaferðir til Akureyrar

Í desember kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.

 

Í desmber kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.

 

Verkefnið fólst fyrst og fremst  í því að gera forkönnun á því hversu hagkvæmt það er að bjóða einstaklingum og hópum á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu upp á skíðaferðir til Akureyrar, með tilkomu beins flugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Þá geymir skýrslan lýsingu á helstu einkennum Eyjafjarðarsvæðisins, helstu skíðasvæðum á Norðurlandi og nokkrum af vinsælustu skíðasvæðum sem Danir sækja á Norðurlöndunum og talin eru helstu samkeppnissvæði Hlíðarfjalls. Í lykilaðila í skíðaferðaþjónustu í Danmörku.

 

Niðurstöður verkefnisins eru aðallega ætlaðar ferðaþjónustuaðilum eða öðrum áhugasömum til að þróa og markaðssetja skíðaferðir til Akureyrar á erlendum vettvangi.

 

Fjölmargir aðilar liðsinntu skýrsluhöfundum við gerð þessarar skýrslu og í þeirri greiningarvinnu sem skýrslan byggir á. Sérstakar þakkir fær Bergþóra Aradóttir, klasastjóri ferðaþjónustuklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, sem veitti höfundum dygga aðstoð við verkefnavinnuna.

 

Hér má nálgast skýrsluna á pdf-formi.