Á vegum stofnunarinnar
Nordregio er komin út skýrsla um lýðfræðilegar breytingar og búferlaflutninga vinnuafls
á Norðurlöndunum. Skýrslan er aðgengileg
hér á vef RHA. Meðal höfunda
skýrslunnar eru Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur við
RHA.
Skoðaðar voru eftirfarandi rannsóknarspurningar:
- Hvernig hafa formgerðarbreytingar atvinnulífsins haft áhrif á eftirspurn eftir vinnuafli á Norðurlöndunum?
- Hvernig hafa lýðfræðileg einkenni haft áhrif á framboð vinnuafls á einstökum svæðum innan Norðurlandanna?
- Hvernig hefur stækkun ESB haft áhrif á tilflutning vinnuafls og búferlaflutninga á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum?
- Að hve miklu marki innflytjendur eru virkir á vinnumarkaði Norðurlandanna og breytileiki á þessu milli einstakra svæða innan þeirra?
- Hefur alþjóðleg samkeppni og aðdráttarafl svæða á Norðurlöndunum breyst á undanförnum áratug vegna stækkunar
ESB?
- Hvernig hafa alþjóðlegar breytingar og stækkun ESB sérstaklega haft áhrif á hreyfanleika fjármagns og vinnuafls?
- Hvaða áhrif mun þessi nýi hreyfanleiki vinnuafls milli landa hafa á brottfararstaði og ákvörðunarstaði?
Notuð voru opinber tölfræðigögn í rannsókninni, sem yfirleitt vor greind á s.k. NUTS3-level. Einnig voru notuð opinber kannanagögn og
fyrirliggjandi gögn, m.a. úr rannsóknum á þessu sviði sem farið hefa fram á vegum Nordregio.