Út er komin 
skýrsla um skólamál í Öxarfirði sem unnin var að beiðni sveitarstjórnar
Norðurþings.  Þar eru metnar ytri aðstæður vegna breytinga á skipulagi skólamála á svæðinu.  Var þetta verkefni
kynnt fyrir sveitarstjórn Norðurþings á fundi 5. febrúar og á íbúafundi á Kópaskeri þann 6. febrúar.  Höfundar
eru Hjalti Jóhannesson og Sigrún Sif Jóelsdóttir.