Skýrslur um áhrif og afleiðingar sameiningar sjö sveitarfélaga aðgengilegar á vef RHA

Á árunum 2001-2002 var unnin viðamikil rannsókn á áhrifum sameiningar sjö sveitarfélaga á vegum RHA af Grétari Þór Eyþórssyni og Hjalta Jóhannessyni. Gefnar voru út skýrslur um niðurstöður rannsóknarinnar vorið 2002 og í árslok sama árs var gefin út bókin „Sameining sveitarfélaga, áhrif og afleiðingar, rannsókn á sjö sveitarfélögum“.

 

 

Á árunum 2001-2002 var unnin viðamikil rannsókn á áhrifum sameiningar 7 sveitarfélaga á vegum RHA af Grétari Þór Eyþórssyni og Hjalta Jóhannessyni. Gefnar voru út skýrslur um niðurstöður rannsóknarinnar vorið 2002 og í árslok sama árs var gefin út bókin „Sameining sveitarfélaga, áhrif og afleiðingar, rannsókn á sjö sveitarfélögum“.

Bókin er fáanleg í bókabúðum og hjá RHA. Núna hafa skýrslurnar aukinheldur verið gerðar aðgengilegar hér á vef RHA þar sem stofnunin telur þær mikilvægt innlegg í umræðuna í undirbúningi sameiningakosninga í október næstkomandi. Skýrslurnar er að finna í Útgefið efni undir tenglinum Rannsóknir hér hægra megin á síðunni.