Skýrsla RHA kynnt á fjölmennum fundi um fiskveiðistjórnunarkerfið 1. febrúar

Stefán Gunnlaugsson, lektor segir frá rannsókn RHA um áhrif innköllunar aflaheimilda
Stefán Gunnlaugsson, lektor segir frá rannsókn RHA um áhrif innköllunar aflaheimilda
Meðal frummælenda á fundinum sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri var Stefán Gunnlaugsson, lektor við Viðskiptadeild HA. Kynnti hann þar niðurstöðu skýrslu RHA Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Skýsluna vann hann ásamt Jón Þorvaldi Heiðarssyni, lektor við Viðskiptadeild og sérfræðingi við RHA og Ögmundi H. Knútssyni, dósent við Viðskiptadeild. Var fundinn afar fjölmennur og umræður líflegar um málefnið eins og nærri má geta.