RHA fær styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

RHA fékk þær gleðilegu fréttir í gær að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefði ákveðið að styrkja tvo verkþætti í rannsókn okkar á samfélagsáhrifum Vaðlaheiðarganga sem eru svokölluð sérfræðingaviðtöl og rýnihópar vegfarenda. Þá sér fyrir endann á því að unnt sé að ljúka fyrri hluta rannsóknarinnar þ.e. að greina stöðu samgangna, væntingar til Vaðlaheiðarganga og viðhorf til ýmissa þátta í samfélögunum sitt hvorum megin heiðar fyrir opnun ganganna árið 2017.