Svínavatnsleið - mat á samfélagsáhrifum

Út er komin skýrslan „Svínavatnsleið – mat á samfélagsáhrifum“ sem fjórir sérfræðingar á vegum RHA unnu fyrir fyrirtækið Leið ehf. Í skýrslunni er lagt mat á ýmsar breytingar sem geta orðið í samfélaginu með tilkomu Svínavatnsleiðar, bæði í nærsamfélaginu, þ.e. í Austur-Húnavatnssýslu og á svæðum sem fjær liggja. Þá er í skýrslunni gerður grófur samanburður á þessum styttingarmöguleika á hringveginum og tveimur öðrum kostum, þ.e. nýjum Kjalvegi og löngum jarðgöngum undir Tröllaskaga og vegar um Sauðárkrók og Þverárfjall.