Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í
Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og
nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.
Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi:
Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.
Aðalframsögumenn á ráðstefnunni eru eftirtaldir:
- Åge Mariussen, sérfræðingur hjá NIFUSTEP í Noregi.
- Ciaran Lynch, sérfræðingur frá Tipperaray Institute á Írlandi.
- Joergen Primdahl, professor hjá Centre for Forest, Landscape and Planning í Danmörku.
Skipuleggjandi ráðstefnunnar er Centre for Forest, Landscape and Planning við the Royal Veterinarian and Agricultural University í samvinnu við samstarfsaðila innan
NSN-tengslanetsins.
Frekari upplýsingar er að finna hér í „Call for papers“ .
Skilafrestur til að skila inn útdráttum er 15. janúar næstkomandi en þá skal senda á hwt@kvl.dk.
Upplýsingar um skráningu og uppfærðar upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.